![]() |
Jim Jarmusch |
Down by Law er í grunninn fangelsismynd sem hefst með langri kynningu á tveimur af aðalpersónum myndarinnar. Annar þeirra er atvinnulaus plötusnúður og hinn minniháttar melludólgur, báðir lifa stefnulausu lífi og eru nógu kærulausir til þess að lenda í fangelsi fyrir glæpi sem þeir frömdu ekki. Í fangelsinu þurfa þeir að deila klefa með ítölskum ferðamanni sem þekkir flóttaleið úr fangelsinu. Áður en langt um líður eru fangarnir þrír flúnir.

Hér er eitt minnistæðasta atriði myndarinnar sem sýnir hvað persónurnar ná að tengjast vel í fangelsinu. Mér fannst leikarinn í miðjunni að vísu mjög fjarlægur í þessu atriði.
Forest
![]() |
Ég tók þessa mynd af leikstjóranum |
Eitt og annað kom fram í þessum fyrirlestri. Ég man eftir að leikstjórinn talaði um hve erfitt væri að framleiða kvikmynd í Ungverjalandi, hann er ekki menntaður kvikmyndagerðamaður og gat því ekki sótt um neina styrki. Öll myndin var tekin upp á stafrænni myndavél og Fliegauf vildi að leikararnir, sem voru allir áhugamenn, færu í þriggja mánaða æfingar áður en hann hóf tökur
Handrit myndarinnar var byggt á smásagnakveri eftir leikstjórann. Öll myndin var þannig fjölmargar litlar misbærilegar sögur sem tengdust ekki hver annarri. Ein af áhugaverðum ákvörðunum leikstjórans var að stilla myndavélinni upp nánast ofan í andlit leikaranna. Annað stíleinkenni var að teygja hvert atriði út í óendanleikann og láta þannig persónur endurtaka sig í sífellu eða hreinlega taka upp löng skot af engu.

Ég er ekki viss um hvers vegna aðstandendur RIFF ákváðu að mynd sem var svona mikið byrjendaverk ætti eitthvað erindi við áhorfendur á Íslandi. Mig langaði oft að standa upp en lét mig hafa það að horfa á þetta í gegn. Vonandi sá enginn hérna þessa mynd.
Á fyrirlestrinum um Jarmusch var einmitt talað um að Down By Law væri óvenjuleg fyrir hann að því leyti að þar hefði hann krukkað meira í leik leikaranna en í flestum öðrum myndum sínum. Fjarlægð persóna/leikara í myndinni er sem sagt viljandi.
ReplyDeleteFlott færsla. Forest hljómar vægast sagt illa. 6 stig.