Jonas Engström |
Þegar Insomnia kom út heillaði hún kvikmyndaheiminn svo mikið að fimm árum síðar var hún endurgerð af engum öðrum en Christopher Nolan (með Al Pacino og Robin Williams í aðalhlutverkum!) Endurgerðin gerist í Alaska en er svipuð og sú upprunalega fyrir utan einn grundvallarmun; í upprunalegu myndinni er aðalpersónan Jonas vond manneskja í gegn og algjör andhetja en í endurgerðinni er hann (Al Pacino) hins vegar góð manneskja í grunninn sem leiðist út í vonlausar aðstæður. Kannski var litið á þetta sem nauðsynlega breytingu til að ná til stærri markaðar áhorfenda.
Ég er venjulega ekkert hrifnari af bíómyndum sem koma frá öðrum stöðum en Hollywood. Hvað varðar Insomnia og endurgerðina var eitthvað öðruvísi. Í Hollywood útgáfunni var Al Pacino auðvitað fagmannlegur eins og alltaf en sænski leikarinn lék þetta á allt öðruvísi hátt (og að mínu mati var hann betri). Áhrif svefnleysisins voru ekki jafn augljós á honum og persónan virkaði á yfirborðinu í góðu ástandi, hann hækkaði aldrei róminn og var mjög yfirvegaður alla myndina. Samt sást greinilega að eitthvað var ekki í lagi hjá honum. Mér leist illa á marga aðra hluti í bandarísku úgáfunni, handritið og persónurnar voru margar miklu klisjukenndari. Þegar maður hugsar um myndina eftir á án þess að bera saman við norsku útgáfuna þá stendur ósköp lítið eftir í raun og veru - þótt það hafi samt ekki neitt verið beinlínis að myndinni. Þetta átti allavega alls ekki neitt skylt við neina neo-noir mynd eins og upphaflega myndin.
Creepy! |
Eftir stendur að hin upprunalega Insomnia er mjög áhugavert verk sem ég mæli með á meðan endurgerðin er ekki jafn spennandi og kannski frekar fyrir hörðustu aðdáendur Christopher Nolan.
Trailer fyrir 1997 útgáfuna:
1 Þessi Skarsgård hefur líka leikið í Hollywood, ég sá á imdb að hann lék líka t.d. einhvern prófessor í Good Will Hunting þótt ég muni reyndar ekkert eftir honum.
2 Á þessum tíma var Robin Williams að fikra sig áfram í óvenjulegum hlutverkum, sbr. floppið Death to Smoochy sem kom út sama ár.
Fín færsla. 7 stig.
ReplyDeleteSjálfur hef ég bara séð bandarísku útgáfuna, og ég er sammála því að hún skilur ekki mikið eftir sig.