Söguhetjan er til vinstri |
Þessi kona lék ekki í mörgu fleiru |
Þessi mynd er í raun fyrsta kvikmynd Kubricks ef litið er hjá verkinu Fear and Desire sem Kubrick dró snemma úr umferð og er erfitt að nálgast í dag. Áður en Kubrick hóf feril sinn sem kvikmyndagerðarmaður hafði hann unnið sem ljósmyndari hjá tímariti. Sumir gagnrýnendur þykjast sjá þetta í Killer's Kiss, m.a. vegna margra atriða sem eru skotin frá áhugaverðum sjónarhornum en eru samt alltof statísk. Myndin er frekar stutt, aðeins rétt yfir klukkutími, og sýnir vel merki að Kubrick, sem skrifaði, framleiddi og leikstýrði myndinni, er frekar óreyndur. Hún er samt langt frá því að vera viðvaningslega gerð, sérstaklega ef litið er til þess að Kubrick hafði slappa leikara, fáa aðstoðarmenn, aðeins réttindi að þremur lögum og lítið fjármagn.
Þetta er mynd sem væri líklega löngu gleymd ef hún væri ekki eftir jafn þekktan leikstjóra. Þótt hún geri ekki neitt annað veitir hún áhorfendum innsýn inn í leikstjórann Kubrick og hvernig fyrstu myndir svoleiðis snillings líta út.
Davey flýr undan nauðgaranum. Kubrick hafði líklega ekki efni á tónlist fyrir þetta atriði en mér finnst það samt heppnast ágætlega.
Þjófarnir leggja á ráðin |
Ólíkt Killer's Kiss þá var þessi mynd ekki framleidd af Kubrick. Þar sem hann kom hér nýr inn á sjónarsviðið hafði hann ekki algjört listrænt vald yfir myndinni eins og í flestum öðrum verkum sínum. Hann varð því að sætta sig við að láta alvitran sögumann lesa yfir sumum atriðum sem seinni tíma gagnrýnendur hafa ekki verið hrifnir af. Engu að síður hlaut myndin þokkalega dóma þegar hún kom út og hefur að mestu leyti elst vel. The Killing hefur verið innblástur fyrir fjöldann allan af myndum og er þá helst að nefna Reservoir Dogs eftir Tarantino.
Upphaflegt handrit af myndinni var að mestu leyti skrifað af glæpasagnahöfundinum Jim Thompson. Þrátt fyrir það eignaði Kubrick sér heiðurinn að handritinu einhverra hluta vegna. Það veit enginn af hverju en mér dettur í hug að Kubrick hafi kannski bara alltaf átt erfitt með að vinna með handritshöfundum, sbr. rifrildið sem hann átti við í tengslum við Full Metal Jacket (þegar hann hreinlega rak manninn sem skrifaði bókina).
Þrátt fyrir allt mistókst myndinni að hala inn pening fyrir kvikmyndaverið. Einmitt þess vegna finnst mér hálf óskiljanlegt af hverju Kubrick fékk svona mörg tækifæri til þess að leikstýra risastórum verk í framtíðinni eins og t.d. Paths of Glory sem kom út aðeins ári síðar. Það er í raun gríðarlega sjaldgæft að menn fái tækifæri til þess að bæði leikstýra margmilljón dollara verkum ásamt því að hafa svo mikið listrænt frelsi að geta gert það sem þeir vilja. Í raun held ég að þetta sé það sem gerði Kubrick einstakan sem leikstjóra.
Trailer fyrir myndina:
Að lokum ætlaði ég að tala um Paths of Glory. Í þessari mynd fékk Kubrick að vinna með stjörnunni Kirk Douglas ásamt því að fá tækifæri til þess að nota mjög mikið fjármagn. Það má segja að þessi mynd hafi verið sú sem gerði Kubrick loksins að alvarlegum kvikmyndagerðarmanni.
Myndin gerist í fyrri heimstyrjöldinni og fjallar um franska hersveit sem neitar að taka þátt í vonlausri árás sem væri vís til þess að drepa flesta hermennina. Yfirmenn hersins eru að vonum illir yfir þessu og til refsingar fyrir hugleysið velja þeir af handahófi hermenn sem þeir ætla að dæma til aftöku. Ofurstinn Dax (Kirk Douglas) áttar sig á óréttlætinu við þessa ákvörðun og tekur að sér að verja hermennina í sýndarréttarhöldum.
Ég las að eitt af þekktustu stílbrögðum Kubricks, hin svokölluðu tracking shots, hefðu fyrst komið fram í þessari mynd. Hér má sjá dæmi um þetta:
Um leið og ég sá þetta mundi ég eftir atriðinu úr Clockwork Orange þar sem Alex gengur inn í plötubúðina. Ég fann ekki gott myndband af þessu á YouTube en þetta hérna sýnir nokkurn veginn hvað ég er að tala um:
http://www.youtube.com/watch?v=mfPyTiUi_Uk
(sekúndur 00:10-00:45)
Leikurinn hjá Kirk Douglas gerði þessa mynd að því stórvirki sem hún var. Í fyrrum myndum Kubricks hafði hann ekki haft aðgengi að leikurum eins og Kirk og þess vegna er ekkert skrítið að Kubrick hafi fyrst slegið verulega í gegn hérna. Svipbrigði Kirk sýna alltaf fullkomnlega tilfinningar persónu hans án þess að hann gangi of langt. Annað frábært atriði við þessa mynd var endirinn sem lýkur á lagi sem tekst á svo sannfærandi hátt að breyta tilfinningum hermannanna:
Að lokum mæli ég með þessari verðlaunaræðu frá Kubrick sem ég rakst á þegar ég var að leita að efni á YouTube. Það er ekki oft sem maður heyrir Kubrick tala um kvikmyndagerð.
Mjög flott og vönduð færsla. 10 stig.
ReplyDeleteMér finnst það lýsandi fyrir fullkomnunaráráttu Kubricks að hann skyldi kaupa réttinn og reyna að kaupa og eyða hverju einasta eintaki af Fear and Desire, bara af því að hún var ekkert sérstaklega góð.