Wednesday, April 6, 2011

A bout de souffle

A bout de souffle (sem var sýnd á frönsku kvikmyndahátíðinni fyrr í vetur) fjallar um Michel, sem er ungur afbrotamaður sem tekur Humphrey Bogart til fyrirmyndar í hegðun sinni. Dag einn þegar Michel á ferð úti á landi í stolnum bíl er hann stöðvaður af lögreglumanni og í kjölfarið skýtur Michel hann og drepur. Hann leitar skjóls hjá bandarískri stelpu sem hann hefur verið að hitta og veit ekki að Michel er á flótta. Stelpan kemst á endanum að því að Michel hefur myrt lögreglumanni og verður hún því að ákveða hjá hverjum hollusta sín liggur.

A bout de souffle er líklega stærsta verk frönsku nýbylgjunar sem fjallað hefur verið um í tímum í vetur. Eins og komið hefur fram snerist franska nýbylgjan um nýja leikstjóra með nýjar áherslur. Þeir lögðu til dæmis áherslu á að láta persónur sínar mótast að einhverju leyti eftir bandarískri bíómenningu eins og kemur sérstaklega fram hjá aðalpersónunni í þessari mynd. Hann mótast að svo stórum hluta að Bogart og bara bandarískri bíómenningu í heildina litið. Einnig er myndin ákveðið homage til bandarískra glæpa-b-mynda frá fimmta áratugnum, með dæmigerðri þunnri sögu af löggumorðingja á flóta.

Myndin er af mörgum talin marka þáttaskil í kvikmyndasögunni og líta svo á sem þessi mynd sé upphafi nútímabíómynda (hvað svo sem það merkir). Þetta er meðal annars út af öðruvísi tækni í myndinni, eins og að láta myndavélina rúlla á hjólum og að láta tvær myndavélar taka upp skot af fólki frá nánast sama stað. Einnig er viðfangsefnið allt öðruvísi með "hinu sjálfslægnu siðleysi" hvað varðar persónurnar eða einfaldlega bara meira frelsi. Sumir hlutir höfðu ekki sést áður, eins og til dæmis löng atriði þar sem Michel og kærasta hans liggja uppi í rúmi.

A Bout de Souffle er ekki fyrsta myndin til þess að fjalla um kvikmyndir. Sunset Boulevard hafði gert það líka sem og A Star is Born frá 1954. Þessi mynd er hins vegar fyrsta myndin þar sem eiginleika bíómyndar koma beinlínis við sögu í einhverjum póstmódernískum skilningi, fyrsta myndin til þess að fjalla um sjálfa sig.

1 comment:

  1. Ég myndi nú vilja halda því fram að Buster Keaton hafi verið pómó langt á undan þessari mynd, en hvað um það...

    Ágæt færsla. 5 stig.

    ReplyDelete