Five Easy Pieces er kvikmynd frá 1970 sem fjallar um fyrrum undrabarnið Robert Dupea (leikinn af Jack Nicholson) sem hefur gefið upp feril sinn í tónlist og vinnur nú á sem verkamaður í olíubransanum. Hann býr með konu sinni Rayette, sem er gengilbeina á veitingastað. Dag einn heyrir Robert að faðir hans sé við dauðans dyr og því verður Robert að keyra heim á æskustöðvarnar til þess að hitta hann. Í leiðinni hittir hann menntuðu fjölskylduna sína sem hann yfirgaf í fortíðinni með tilheyrandi spennu fyrir alla aðila.
Five Easy Pieces er fullkomið dæmi um fyrsta flokks persónusköpun í kvikmynd og er söguþráður myndarinnar aukaatriði. Persónan sem fjallað er um er einangraður utangarðsmaður sem skortir alla stefnu í lífinu. Í gegnum alla myndina er gefið í skyn að ef hann hefði ekki yfirgefið feril sinn á píanóinu þá hefði hann notið ótrúlegrar velgengni í lífinu. Aftur á móti ákvað hann að skilja eftir fjölskyldu sína og hið góða líf sem tónlistin hefði getað lofað honum. Jack Nicholson nær að túlka öll einkenni sem manneskjur með sköpunarhæfileika sýna oft - en persónan sem hann túlkar er hins vegar hætt að skapa nokkurn hlut. Þrjú einkenni sýna þetta sérstaklega:
Í fyrsta lagi er Robert alltaf utangarðsmaður sama hvaða samfélagi hann tilheyrir. Hann hefur yfirgefið tónlistarsamfélagið og stétt fjölskyldu sinnar og reynir í staðinn að finna sinn samastað meðal verkamannastéttarinnar með öllu tilheyrandi (hlustar á kántrítónlist, drekkur bjór og eltist við konur). Það er samt morgunljóst að hann er tilheyrir ekki þessu samfélagi, ekki frekar en hann tilheyrði umhverfinu sem hann ákvað að yfirgefa. Í raun er það er ólíklegt að hann myndi geta tilheyrt nokkru samfélagi svo vel sé.
Annað persónueinkenni sem er lýsandi fyrir Robert er einfeldni hans. Hann hegðar sér alltaf í samræmi við þær tilfinningar sem hann finnur fyrir í augnablikinu og sýnir mikið skap ef honum svo sýnist (sbr. fræga atriðið á veitingastaðnum sem ég sýni hérna í lokin). Skv. þeim heimildum sem ég las er þetta dæmigert fyrir skáld, einhver stakk upp á að þetta gæti verið vegna þess að skáld þurfa að vera óbæld í hugsun og hegðun til að geta komið fram með nýjar hugmyndir.
Þriðja einkennið sem er dæmigert fyrir frjóar manneskjur skáld er hvað Robert er óöruggur. Margir sem vinna á skapandi sviðum er mjög óöruggir um hæfileika sína (sbr. hina algengu hugmynd um að skáld og rithöfundar séu aldrei alveg ánægðir með verk sín). Þetta er kannski ástæðan fyrir því að Robert endaði sem verkamaður; vegna þess að hann var aldrei viss um að hæfileika sína til að byrja með. Þegar Robert er að tala við föður sinn í lok myndarinnar segir hann líka að þeir viti báðir að Robert hafi enga hæfileika sem er ekki í samræmi við skoðanir neinna annarra og sýnir best hvað Robert. er óöruggur um sjálfan sig.
Þegar upp er staðið er þessi mynd frábært dæmi um það hvernig Jack Nicholson er einfaldlega bestur og er ótrúlegt hvernig hann nær að fanga persónuna sína.
Takið sérstaklega eftir línunni hans hérna í lokin: "Yeah, well, I didn't get, did I?" Robert er maður sem fær aldrei það sem hann vill.
Skemmtileg nálgun á myndina. Flott færsla. Og fínt myndbrot. 8 stig.
ReplyDelete