Das Leben Der Anderen (Líf Annarra) er þýsk kvikmynd sem gerist í Austur-Berlín og fjallar um starf Stasi-mannsins Gerd Wiesle. Wiesle fær það hlutverk að njósna um leikskáld og konu hans sem hafa vakið athygli ríkisstjórnarinnar fyrir að fylgja flokknum ekki að öllum málum. Hann kemur sér fyrir með njósnatól í húsi þeirra en með hverjum deginum dregst hann meir og meir inn í líf þeirra.
Einn af fyrstu hlutunum sem maður tekur eftir er hversu einmana- og fátæklegu lífi Stasi-maðurinn Wiesle lifir. Þegar vinnu hans er lokið fer hann beint heim í tóma íbúðina sína, borðar kvöldmat einn, horfir á sjónvarpið og sofnar. Á sama tíma auðgar vinnan hans lífið meir og meir með hverjum deginum. Með því að fylgjast með þessu menningarlega sinnaða fólki kynnist hann nýjum hugsunarhætti og nýjum leiðum til að tjá sig. Þannig er þessi mynd þroskasaga um mann sem er þó á miðjum aldri. Rétt eins og í myndinni sem ég skrifaði um fyrr, The Man Who Wasn't There, sýnir aðallleikarinn litla tjáningu á yfirborðinu en hins vegar er hægt að sjá greinilegar breytingar á honum eftir því sem tíminn líður.
Til að útskýra þetta nánar: í upphafi er Wiesler maður sem trúir á kerfið í Austur-Þýskalandi, hann er kaldur, án skopskyns og er hollur starfinu sínu. Í upphafi, þegar hann byrjar á að njósna um leikhúshjónin, lítur hann á þau sem hverja aðra andófsmenn sem er nauðsynlegt að handsama. Eftir því sem hann kynnist þeim nánar uppgötvar hann að þetta eru bara manneskjur og ekki nóg með að hunsa alla vafasömu skoðanir og hegðun þeirra ákveður hann að beinlínis aðstoða þau við að sleppa undan kerfinu.
Sumir hafa gagnrýnt myndina fyrir það eitt að leikstjórinn var bara sex ára þegar Stasi réði lögum og lofum í Austur-Þýskalandi. Þeir segja að hann geti því boðið upp á litla innsýn inn í ástandið á þessum tíma. Ég held hins vegar að aðalatriðið í myndinni sé ekki endilega að lýsa ástandinu í Austur-Þýskalandi heldur kannski líka að segja frá því hvernig líf manneskju eins og Wiesle, sem hefur rekið sig á vegg í lífinu, getur tekið stakkaskiptum.
Ég set hérna inn trailerinn fyrir þá sem hafa ekki séð myndina:
Flott umfjöllun og fínar pælingar. 5 stig.
ReplyDeleteÉg var að horfa aftur á þessa mynd með kærustunni. Frábær mynd og gaman að sjá hvernig ég upplifði hana þegar ég var nítján. Til dæmis:
Delete"Wiesle fær það hlutverk að njósna um leikskáld og konu hans sem hafa vakið athygli ríkisstjórnarinnar fyrir að fylgja flokknum ekki að öllum málum."
Hann vakti athygli STASI fyrir það helst að eiga vini sem voru ekki í náðinni.