The Man Who Wasn't There er svart-hvít neo-noir mynd frá 2001 eftir Coen-bræðurna. Hún fjallar um hinn hægláta og þögla rakara Ed sem býr í Bandaríkjunum 1949. Ed er orðinn þreyttur á enginn taki eftir sér og vill fá nýtt líf. Hann heyrir af tækifæri til þess að fjárfesta peningum í þurrhreinsun og ákveður að grípa gæsina með því að kúga peninga út úr yfirmanni eiginkonu sinnar. Hins vegar fara hlutirnir auðvitað ekki eins og hann ætlaði sér.
Leikarinn sem túlkar Ed, Billy Bob Thornton, er mjög góður í þessari mynd og virðist hreinlega vera ætlað að leika í svarthvítri noir-mynd. Jafnvel þar sem hann situr og gerir ekki neitt má sjá hvernig tilfinningarnar hrærast um í honum. Það er merkilegt hvernig hann nær að fanga athygli manns án þess að segja eða gera nokkuð að því er virðist. Það eina sem hann gerir að reykja sígarettur á meðan maður heyrir röddina hans sem voice-over. Myndin hefur marga aðra góða leikara eins og Frances McDormand, sem virðist vera í næstum öllum Coen-myndunum, sem túlkar hlutverk sitt mjög vel í þeim fáu atriðum þar sem maður sér hana. Maðurinn sem leikur lögfræðing Eds, Tony Shalhoub, er jafnvel ennþá betri. Þá hef ég ekki talið upp nokkurn fjölda af öðrum persónum.
Í dag virðast neo-noir myndirnar vera þær einu sem verða betri á því að vera ennþá í svart-hvítu. Það væri reyndar hálfskrítið að sjá Bandaríkin eins og þau líta út á fimmta áratugnum í lit. Eitt sem neo-noir myndir komast upp með er að hafa frásögnina í fyrstu persónu í gegnum voice-over en það virðist oft heppnast illa í öðrum greinum (eða stefnum) kvikmynda. Þetta tvennt fer The Man Who Wasn't There afskaplega vel.
Þrátt fyrir allt fannst mér pirrandi þegar ég horfði á myndina hvað aðalpersónan Ed var rosalega passív allan tímann. Þeir sem hafa séð myndina muna eftir því hvernig henni lauk og örlög aðalpersónurnar. Ef Ed hefði getað getað tjáð sig að betur og komið hlutunum út úr sér þá hefði hann áreiðanlega sloppið betur en hann gerði. Þetta var auðvitað markmiðið hjá leikstjórunum og mér fannst samt eins og myndin yrði einhvern veginn of fjarlæg tilfinningalega við þetta. Það er í raun auðveldara að dást að tækninni við myndina heldur en að ná að tengjast henni eða aðalpersónunni í myndinni.
Myndin er afskaplega ljóðræn þótt ég hafi reyndar lítið fjallað um það í pistlinum.
Flott færsla um stórgóða mynd. Það er einmitt orðið frekar langt síðan ég sá þessa. 5 stig.
ReplyDelete